Stop being a thinker

February 9, 2014

Í upphafi árs 2014 setti ég mér nokkur markmið. Ég fjallaði m.a um nokkur þeirra í viðtali við Vísi (http://www.visir.is/einn-nammidagur-i-viku/article/2014140119850).

Annað sem ég vildi einnig taka mig á er að hætta að vera “thinker and become a doer”. Það vill svo oft gerast að maður hugsar mikið um hlutina fram og aftur og langar svo mikið að gera eitthvað- en lætur aldrei verða af því. Svo þegar maður loksins ætlar að framkvæma eitthvað, er það orðið of seint.

Ég, Maren Sól og Helga Rún, vinkonur mínar, höfðum oft hugsað um hvað það myndi vera skemmtilegt ef við færum allar saman í myndatöku. Fátt skemmtilegra en að eiga flottar myndir og skapa þær minningar sem geta yljað manni um ókomna tíð.

Af því við loksins tókum okkur saman um að hætta að hugsa um að fara í myndatöku og láta af henni verða fengum við Arnór Halldórsson, áhugaljósmyndara, með okkur í lið. Við vorum samróma um að umhverfið hjá Bláa lóninværi með fallegri náttúrusvæðum á landinu og einnig stutt frá Reykjavík. Þar sem við vorum yfir peppaðar í þessa myndatöku ákváðum við að gera þetta svolítið alvöru og fengum Cintamani með okkur í lið og var starfsfólkið þar svo elskulegt að lána okkur fatnað. Fallegar vörur og frábær þjónusta.

IMG_4711-2IMG_4687-2IMG_4651

 

Útkoman var mjög skemmtileg og læt ég fylgja með link á allar myndirnar sem ég setti hér í albúm á síðunni.

http://tanjayr.com/gallery/cintamani/

No Comments

Leave a Reply

screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

×