NEW LASHES WILL LAUNCH ON SEPTEMBER 10

September 7, 2016

WOOOOOOHOOOOOO! ÞIÐ SKILJIÐ EKKI ég er að deyja úr spenningi en nýja augnháralínan mun koma út núna á laugardaginn 10. september. Fyrir mánuði var svo langt í þetta og ég hélt að þessi dagur myndi bara aldrei koma. Ég er svo þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið en fyrir bak við hver og ein tækifæri er hellings vinna. Ég hef verið að vinna að Tanja Yr ‘Mink Collection‘ í um tæpa 8 mánuði alveg frá því að mér datt í hug að koma með minka hár út. Minka hárin eru auðvitað cruelty free og það er stefna fyrirtækisins í framtíðinni.

Það eru aðeins 4 dagar í að þau koma út og verða í sölu á www.tanjayrcosmetics.com – Ég ætla að vera með count down hér á blogginu og segja ykkur örlítið söguna á bak við hverja og eina augnhára týpu, modelið og myndirnar!

Ég ákvað að taka allar myndir sjálf og farða öll modelin fyrir utan eitt þar sem ég treysti mér ekki alveg í það…en ég ákvað að gera allt sjálf til að hafa þetta sem mest persónulegast og það er líka bara svo gaman. Ég er  með augnhár á myndinni hér að ofan sem heitir ‘Reykjavík’ og ætlaði ég upphaflega að vera hjá Hallgrímskirkju og þar en það var svo óheppilegt veðrið þann dag sem þessar myndir voru teknar að ég ákvað að gera aðeins öðruvísi concept í kringum það!

Tanja Yr Mink Collection kemur í sölu 10. september á www.tanjayrcosmetics.com
#BeSexy #Reykjavik #TanjaYrLashes

No Comments

Leave a Reply

screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

×