LONDON

October 12, 2016

image

image

image

non

Langaði svolítið að sýna ykkur nokkrar myndir frá ferðinni minni til London en það var greinilega svo gaman að ég gleymdi að taka myndir! En ég fór með Sóldísi vinkonu minni í helgarferð fimmtudag til sunnudags, ég hefði alveg viljað vera til mánudags allavega! Við gerðum lítið annað en að versla og kíkja út um kvöldið en við fórum reyndar á Rugby leik sem var mjög skemmtilegt þrátt fyrir að vita ekki neitt um reglurnar haha!

Við vorum á hóteli sem heitir Holiday Inn sem er rétt hjá Oxford Street mjög næs staðsetning ef þið ætlið að versla. Gátum labbað allt! Við notuðum mikið Uber appið þegar við vorum þarna mæli klárlega með því. Fórum síðan á mjög flottan og næs veitingastað sem heitir ‘Sushisamba‘ mæli með honum og það þarf held ég að panta með nokkra vikna fyrirvara.

Við misstum næstum af fluginu okkar heim út af vinur minn ætlaði að sækja okkur en varð svo fastur í traffík þar sem garðurinn í kringum hótelið var allt í einu lokaður. Við náðum að hoppa í Uber og rétt náðum fluginu!

En vá þetta er ferð sem mig langar að gera einu sinni á ári, fara með vinkonu í vinkonuferð mæli klárlega með því!

No Comments

Leave a Reply

screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

×