MÍN FYRSTU & VERSTU MISTÖK Í FYRIRTÆKJAREKSTRI

janúar 4, 2018

Screen Shot 2018-01-04 at 19.53.34

Eftir mikla umhugsun um hvort að ég ætti að ræða fyrirtækjarekstur og markaðstengda hluti á mínum miðlum ákvað ég að slá til og láta verða af því sem mig langar að gera óháð hvað öðrum mun finnast. En í þessari færslu ætla ég að ræða um mín fyrstu og verstu mistök í fyrirtækjarekstri frá því ég byrjaði.

Þegar að ég byrjaði augnháralínuna mína þá kallaði ég hana: Tanja Lashes og svo fyrirtækið sjálft Beautybytanja. Ég byrjaði því Instagram síðu áður en ég byrjaði með augnhárin sem hét Beautybytanja og ég var að pósta þar allskonar beauty related myndum ásamt því stofnaði ég Snapchat aðgang sem var í tilgangi þess að auglýsa fyrirtækið mitt og aðgangurinn hét líka Beautybytanja.

Mistökin voru sú að ég skýrði fyrirtækið Beautybytanja sem heitir í dag Tanja Yr Cosmetics. Ef ég ætlaði að branda sjálfan mig og gera fyrirtækið eftirminnilegt þá er betra að skapa sérstöðu sem væri þá eftirnafnið mitt „Ýr“. Svo ég ákvað eftir mikla umhusgun og pælingar að breyta nafninu úr BeautybyTanja í TanjaYrCosmetics vegna þess að eftirnafnið mitt Ýr er algjör sérstaða og breytti ég þá augnháranafninu í Tanja Yr Lashes úr Tanja Lashes þó að seinna hljómi betur ef maður segir það upphátt.

En svo varð Snapchat að allt öðru en ég ætlaði mér með það og því miður er ekki hægt að breyta nafninu á því. En þannig er það ef fólk addar eitthverju sem er með beauty eða makeup í sjálfu nafninu þá ætlast það til þess að sjá svoleiðis tengt þar inn á. En hjá mér þá er ég aðallega að sýna hvað ég er að gera í lífinu, einstaka sinnum ferðast, einstaka sinnum förðun, einstaka sinnum heimili og svona hvað ég er að bralla. Svo að fólk er oft ekki að tala um nafnið mitt á Snapchat heldur frekar nefna þau nafnið mitt Tanja Yr. Þar sem að ég á líka Snap nafnið TanjaYr þá sé ég ótrúlega marga adda því vegna þess að það gerir það ósjálfrátt og heldur að ég heiti það á Snapchat því sem betur fer talar fólk ekki um mig sem beautybytanja.

Svo að mitt tips til ykkar sem eruð að ákveða nafn að hugsa ykkur ótrúlega vel um án þess að stökkva á eitthvað því það hljómar vel fyrstu dagana. Og einnig að reyna að hafa ekki „home“ „fashion“ „beauty“ í nafninu nema þið virkilega haldið að þið munið pósta aðeins því tengdu. Svo mæli ég líka með að heita það sama á öllum miðlum því þá á fólk auðveldara með að finna þig.

Fyrir ykkur þá hljómar þetta ekki sem verstu mistök en ég þurfi að branda mig upp á nýtt, búa til nýjar pakkningar, nýtt logo og breyta öllum samfélagsmiðlum og stimplum og umslögum og ég gæti nefnt allskonar hluti og þetta tók líka um hálft ár og var virkilega kostanðarsamt.

En ég lærði að sjálfsögðu HEILAN helling af þessu og vonandi læri þið líka af þessum mistökum með mér.

Önnur mistök tengd nafninu gamla:
Talandi um að ég byrjaði að pósta myndum af sjálfri mér og tagga fræg vörumerki á Beautybytanja (fyrirtækja) Instagraminu til að stækka það þannig að ég væri komin með fylgi þar til að auglýsa augnhárin um leið og þau kæmi í sölu að þá ætla ég að deila með ykkur myndunum sem ég deildi þar. En Urban Decay notaði myndina mína á vefsíðu þeirra, Nyx Cosmetics likeaði myndirnar mínar og ég fékk ótrúlega mikið af shoutouts og stækkaði beautybytanja Instagramið hraðari en ég hafði nokkurn tímann átt von á. Svo um leið og ég breytti nafninu úr BeautybyTanja í Tanja Yr Cosmetics þá fann fólk mig ekki lengur…..svo ég þurfti í rauninni a byrja upp á nýtt sem var drullu fúlt.

Hér er fyrir mynd af Instagraminu frá því hvernig það var áður og fyrir neðan er eftir mynd eins og það lýtur út í dag.
26612980_10215651982639753_626405840_o

Og í dag lýtur Instagramið svona út:
tanjayrcosmeticsSvo er annað sem mig langar að fara yfir er að þora að treysta öðrum fyrir vinnu, skoðunum og öðru tengdu því sem þú ert að gera. En Sunneva snillingur hefur verið að sjá um Instagramið núna síðustu vikur/mánuði.

Vonandi fannst ykkur skemmtilegt að lesa þetta og vona innilega að þið gerið ekki sömu mistök og ég gerði og getið mögulega lært af mínum. En ef þið hafið spurningar eða hluti sem ykkur langar að ég taki fyrir endilega skrifið athugasemd hér að neðan eða hafið saman samband við mig á samfélagsmiðlunum.

Þar til næst 🙂

No Comments

Leave a Reply

screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

×