Italy here I come: Ferðaplanið!

júní 1, 2017

BOSTON
Við Egill erum að fara í flug í nótt til Ítalíu en við lendum í Þýskalandi og svo förum við þaðan til Milan. Við ákváðum að vera aðeins eina nótt í Milan og ætlum klárlega að nýta daginn þar vel. Ég ákvað að setja hér litla ferðaplanið okkar með þeim stöðum sem við ætlum á. Ég mun koma til með að sýna frá ferðinni á Instagram og Snapchat (@tanjayra og beautybytanja á Snapchat). Eftir ferðina mun koma myndband á Youtube frá ferðinni og ég mun gera færslu með öllu því sem við gerðum. Í færslunni eftir ferðina mun koma kostnaður við flug, túra, bíl og gistingu.

Við Egill leigðum bíl í Ítalíu og ætlum að keyra á milli staðanna sem ég nefni hér að neðan. Við höfum líka bókað helling af skemmtilegum túrum: matar, vín-túra og fleira.

ÍTALÍUREISA GILLA & TANY
2. júní – Gistum í Milan eina nótt.
3-5. júní – Feneyjar.
5-7 júní – Lucca / Flórens / Cinque Terre / Pisa.
8-10 júní – Róm.
10-16 júní – Positano.
16-17 júní – Amsterdam.

HLAKKA SVO TIL! 

No Comments

Leave a Reply

screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

×