SJÁÐU ÞAÐ SEM ÉG KEYPTI Á MISSGUIDEDxCarliBybel

nóvember 10, 2017

missguidedxcarlibybel
 Samfestingur: HÉR.              –                                       Vesti: HÉR.                                       –   Jakki: HÉR 

Ég hef sjaldan verið spennt fyrir colloboration eins og núna og þetta er í þriðja skiptið sem Carli gefur út línu með Missguided. Hún gaf eina í fyrra og svo eina fyrir mánuði og aðra núna. Það sem ég elska við Missguided er þjónustan hjá þeim og svo að það sé hægt að panta hraðsendingu.

Egill var svo góður að gefa mér gjafabréf á Missguided svo ég gæti verslað þennan fallega jakka til hægri en ég varð að sjálfsögðu að eignast samfestingin líka. Ég er næstum farin á hausinn eftir þessa pöntun….hehehe en ég hlakka til að sýna ykkur þegar þetta er komið til mín 🙂

Ég tók stærð 38 í samfestingnum, krossa fingur að það passi og svo í vestinu small og jakkanum 36.

FYRSTA ÍBÚÐIN OKKAR

nóvember 9, 2017

Myndbandið af íbúðinni okkar er komið á Youtube! Ég er svo spennt að sýna ykkur íbúðina okkar enda segi ég orðið „elska“ alltof oft í myndbandinu…en ég meina ég elska þessa íbúð meira en allt!

Ég hlakka svo til að leyfa ykkur að fylgjast með öllu því sem við ætlum að gera í íbúðinni 🙂

BRÚNKUKREM: COCOA BROWN

nóvember 7, 2017

Cocoa brown brúnkukrem 1
Ég elska að prófa ný brúnkukrem og ég fékk Cocoa Brown brúnkukremið að gjöf um daginn og í samstarfi við þau ákvað ég að prófa og sjá hvort þetta myndi standast mínar væntingar. En ég hef séð þetta hjá nokkrum sem ég fylgist með á Instagram eins og Sarah og hún er alltaf fallega brún, sjá Instagramið hennar HÉR. Þetta heldur betur sló í gegn hjá mér líka! Ég mæli virkilega mikið með þessari brúnku og hún er líka á fáránlega góðu verði en hún kostar um 2.000kr út í búð.

Cocoa brown brúnkukrem
Ég er búin að prófa „medium shade“ og „dark shade“ en á eftir að prófa „extra dark shade“ það verður forvitnilegt. En mér fannst „medium shade“ náttúrulegur og fallegur litur en oftast vill ég vera örlítið brúnni svo að „dark shade“ hentaði mér fullkomlega.

Ég mæli með að þegar þið berið brúnkukremið á ykkur að bera krem á undan og vera fljót að bera brúnkuna á ykkur þar sem hún þornar mjög fljótt. Það er algjör plús að liturinn byrjar að sjást strax á fyrstu mínútunum og verður svo dekkri með tímanum svo að ég get skellt því á mig rétt áður en ég fer eitthvað fínt. Mér fannst lyktin alls ekki slæm bara frekar góð en svo kemur smá brúnkulykt sem fer eftir fyrstu sturtu. Ég fer í sturtu 6+ tímum eftir að ég ber á mig brúnkuna og ég nota alltaf hanska. Brúnkan endist eins og flestar brúnkur en það er um viku 🙂

Ráð: Ég set alltaf toner í bómul til að hreinsa í kringum hjá puttunum svo að ég verði ekki flekkótt, mæli með 🙂

Brúnkukremið fæst í Krónunni, Hagkaup og Lyf&Heilsu. Kostar um 2.000kr.

Grænmetis lasagna í kvöldmat

nóvember 5, 2017

dinner

Dinner3

dinner2
dinner
Ég og Egill gátum loksins eldað í íbúðinni þar sem við fengum svo ótrúlega fallegan borðbúnað frá Pier og svo gamlan lítinn ísskáp sem mamma lánaði okkur. Við ákváðum að elda grænmetis lasagna sem var fáránlega gott og auðvelt, ég var ekki með neina uppskrift en oftast hendi ég alltaf bara allskonar grænmeti í þetta eða skoða Pinterest fyrir hugmyndir.

Uppskrift: 
Blanda öllu þessu saman á pönnu: 
Sætar kartöflur (hitaði aðeins í ofni fyrst)
Sveppir
Paprika
Blómkál
Laukur
Svartar baunir
Tómatar
Salsa sósa
Kotasæla

Set tortilla í botninn á fatinu og set smá rjómaost & spínat og set svo það sem er á pönnunni yfir. Ég endurtek þetta einu sinni enn og set svo ost. Voilaaaa og hef þetta í ofninum í ca 20 mínútur.

1 2 3 4 20

screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

×