ABOUT MINK LASHES – 3 days until launch

September 8, 2016

IMG_9588+Nú eru aðeins örfáir dagar þar til nýju augnhárin koma í sölu og langar mig að útskýra framleiðsluferlið fyrir ykkur. Minkahár eru notuð í gerð augnháranna en þau eru dýrari en 100% mannshár. Það sem gerir þau dýrari í framleiðslu eru eftirfarandi fjögur skref:

1. Minkarnir eru ræktaðir fyrir hárin en ekki feldinn í heild sinni. Þau hár sem eru notuð í augnháragerðina eru hár sem minkurinn missir náttúrulega.
2. Þá er fagaðili sendur á staðinn sem kaupir hárin og sótthreinsar þau.
3. Verksmiðjan kaupir hárin af þeim aðila og útbýr þau.
4. Eftir þetta stranga ferli kaupi ég augnhárin af verksmiðjunni.

Minkurinn er ekki drepinn eftir að hann skiptir um feld. Minka augnhár eru ekki búin til úr feldi minkanna heldur einungis úr þeim hárum sem þeir missa náttúrulega. Þannig að engin minkur deyr í ferlinu!

Þessi umræða er mjög mikilvæg og mér þykir gott að sjá hve opin hún er. Þar af leiðandi fann ég mig knúna til að útskýra þetta ferli og undirstrika að ég myndi ekki taka þátt í dýraníð af neinu tagi.

Ástæðan fyrir því að ferlið tók 8 mánuði er að ég vildi vera fullkomlega viss um að framleiðsla augnháranna væri „cruelty free”. Vegna þess að þau eru cruelty free þá má ég aðeins kaupa takmarkað magn af þeim á ári vegna þess að minkurinn missir hárin náttúrulega og það er mikil eftirspurn eftir minka hárum á þessu býli vegna þess að vel er farið með minkinn og það er meiri kostnaður að fá augnhárin þaðan heldur en annars staðar.

Það er frábært hvað heimurinn er að verða meðvitaður um þessi málefni og ótrúlega jákvætt að svona umræða fari af stað.

Ég ætla taka saman hér tvö af mínum uppáhalds augnhárafyrirtækjum úti, en það er Velour lashes og Huda beauty LashesGaman að segja frá því að Velour lashes framleiðir augnhárin sín í sömu verksmiðju og ég mín og þau eru með ‘certification’ að þau séu 100% cruelty free en á myndinni og í eftirfarandi myndbandi hér fyrir neðan er einnig að finna góða útskýringu!

screen-shot-2016-09-08-at-15-09-31

1 Comment

  • Reply Tanja Lashes – Mink collection – mamie.is September 12, 2016 at 22:38

    […] augnhárin eru cruelty free en þið getið lesið nánar um það á blogginu hennar Tönju HÉR  Þau eru svo ótrúlega mjúk og falleg að ég á bara ekki til eitt aukatekið orð […]

  • Leave a Reply

    screen-shot-2016-11-20-at-00-33-17

    ×